Fréttir

Suðurvöllur opinn 1. maí

Suðurvöllur verður opinn þriðjudaginn 1. maí frá 10:00 - 18:00.

Jaðarsvöllur opinn um helgina

Seinni níu holurnar á Jaðarsvelli verða opnar laugardaginn 28. og sunnudaginn 29. april frá 10:00-18:00.

92 þátttakendur á vormóti GA

Það var frábær byrjunin á golfsumrinu hjá GA, en 92 mættu til leiks á vormóti GA. Auk þess var þátttaka í kaffihlaðborðinu mjög góð.

Golfmót á sumardaginn fyrsta

Á sumardaginn fyrsta verður margt um að vera hjá GA. Auk kaffihlaðborðs unglingaráðs, ætlum við að halda golfmót í tilefni þess hversu vel Jaðarsvöllur kemur undan vetri.

Jaðarsvöllur lítur vel út

Það styttist óðum í að tímabil okkar kylfinga hefjist af fullum krafti og má með sanni segja að Jaðarsvöllur komi vel undan vetri, sérstaklega ef miðað er við árið í fyrra.

Skrifstofa GA

Skrifstofa GA verður lokuð frá 4.-7.maí. Fylgst verður með tölvupósti, ef eitthvað er þá sendið á netfangið gagolf@gagolf.is.

Kaffihlaðborð unglingaráðs - Sumardaginn fyrsta 19. apríl

Árlegt kaffihlaðborð unglingaráðs verður Sumardaginn fyrsta - fimmtudaginn 19. apríl frá kl. 14.00 - 16.00.

Vídalínveitingar og GA endurnýja samstarfssamning

Vídalín veitingar og Golfklúbbur Akureyrar endurnýja samstarfssamning um veitingarekstur að Jaðri

Fylgist með unglingunum okkar á Spáni

Golfklúbbur Akureyrar Unglingar á facebook

Unglingar í GA á leið í æfingaferð

18 unglingar frá Golfklúbbi Akureyrar eru á leið í æfingaferð til Costa Ballena á Spáni.