Unglingar í GA á leið í æfingaferð

18 unglingar frá Golfklúbbi Akureyrar eru á leið í æfingaferð til Costa Ballena á Spáni.

Nú kl. 6 í morgun lögðu unglingar ásamt farastjórum og kennara frá GA í æfingaferð til Spánar. Veðrið var frekar kuldalegt í morgun en mikil tilhlökkun var í  öllum.

Hópurinn verður við æfingar og spil á Costa Ballena í 10 daga við bestu aðstæður og koma vel undirbúin fyrir sumarið hér heima.