Dúddisen

Dúddisen völlurinn var opnaður í júli 2017 og er 6 holu æfingavöllur á Jaðri.

Völlurinn er skírður í höfuðið á heiðursfélaga okkar Stefáni Hauki Jakobssyni "Dúddisen" sem flestir GA félagar kannast við. 

Allar holur vallarins eru par 3 og er um að ræða gríðarlega skemmtilegan æfingavöll sem nýtist kylfingum í að æfa stutta spilið. Einni gegnir völlurinn lykilhlutverki í barna- og unglingastarfi klúbbsins.

Daggjald á Dúddisen kostar 1.500kr og er einnig hægt að kaupa sumarkort á 24.900kr