Börn og unglingar

Barna og unglingastarf GA hefur verið blómlegt í gegnum árin. GA leggur mikla áherslu á öflugt barna- og unglingastarf, enda hefur yngri kynslóðin í klúbbnum iðulega náð mjög góðum árangri. Golf er íþrótt sem hentar einstaklega vel fyrir börn og unglinga, þar sem hún veitir góða og holla hreyfingu, auk þess aga og reglusemi sem fylgir einstaklingsíþrótt. Kröfur um góða framkomu, einbeitingu og það að hver kylfingur er eigin dómari er meðal þeirra kosta sem fylgja golfiðkun.

Golfskóli fyrir þá yngstu, skipulagðar æfingar og keppni fyrir þá eldri

GA býður börnum frá 6 ára aldri að ganga í golfskóla, þar sem áhersla er lögð á golftengda leiki. Golfskólinn er í umsjón golfkennara GA, en hann hefur sér til aðstoðar leiðbeinendur. Nánari upplýsingar um golfskólann má fá í síma 462 2974 eða með því að senda senda tölvupóst á gagolf@gagolf.is. Þegar lengra er komið býðst börnum og unglingum að taka þátt í æfingum og keppnum á vegum klúbbsins, auk Íslandsmóta og sveitakeppni.

Eftirfarandi viðmið eru viðhöfð í keppni barna og unglinga:

  • 12 ára og yngri - allir með og jákvæð hvatning
  • 13-15 ára - allir fái tækifæri til að vera með og jákvæð hvatning til árangurs til staðar
  • 16-21 árs - leggja skal áherslu á keppni milli einstaklinga á uppbyggilegan hátt

Mótaraðir sem GA börn og unglingar geta tekið þátt í:

Sunnudagsmótaröð barna- og unglinganefndar GA samanstendur af fjórum stökum mótum frá júní fram í september.

Norðurlandsmótaröðin er flott tækifæri fyrir kylfinga sem eru að stíga sín fyrstu spor í golfi. Boðið er upp á byrjendaflokka, jafn sem flokka fyrir lengra komna. Flokkarnir eru aldursskiptir og kynjaskiptir og oftar en ekki myndast flott stemning innan hópsins sem fer. Eftir mót er venjulega boðið upp á grillveislu.

GSÍ Áskorendamótaröð er leikin samhliða Íslandsbankamótaröðinni.  Áskorendamótaröð Íslandsbanka er mótaröð þeirra kylfinga sem ekki hafa forgjöf til að komast inná aðalmótaröðina. Undanfarin ár hafa fáir kylfingar á vegum klúbbsins tekið þátt. Því viljum við breyta og hvetjum alla til að taka þátt í þessum mótum, sem ekki komast á Íslandsbankamótaröðina.

GSÍ - Unglingamótaröð er mótaröð þar sem kylfingar sjá hvar þeir standa á landsvísu. Góður árangur kylfinga á þessari mótaröð skilar kylfingum oftar en ekki í úrvalshópa fyrir landslið, eða í landsliðið sjálft. Undanfarin ár hafa unglingar/kylfingar GA verið að ná flottum árangri, en gott má alltaf bæta, og því viljum við fjölmenna í öll mót. Flokkaskipting er eftirfarandi: 14 ára og yngri, 15-16 ára, 17-18 ára. Mótin eru kynjaskipt og það er mismunandi hvaða forgjöf kylfingar þurfa til að komast inn á mótin.

Sveitakeppni unglinga GSÍ er liðakeppni þar sem 4 til 6 kylfingar skipa hverja sveit, sem keppa fyrir hönd klúbbsins. Flokkaskipting er 12 ára og yngri, 14 ára og yngri, 15-16 ára, 17-18 ára, 19-21 árs og sveitirnar eru kynjaskiptar. Mögulega verða tvær sveitir í sumum aldursflokkum. Valið í sveitirnar veltur á árangri í mótum sem og forgjöf og ástundun.

Meistaramót GA – Stærsta mót sumarsins hjá GA.
Verður þar keppt bæði í byrjendaflokkum (sérteigar) sem og í hefðbundnum aldursflokkum stráka og stelpna.

Þjálfarar

  • Heiðar Davíð Bragason
  • Ólafur Auðunn Gylfason

Vilt þú taka þátt í unglingastarfinu hjá GA?
Við viljum endilega virkja fleiri foreldra/forráðamenn í starfinu. Það er virkilega gaman að taka þátt í starfinu, fara á mót með þeim.....osfrv.

Skrifstofa GA s: 462-2974 gagolf@gagolf.is