Jaðarsvöllur opinn um helgina

Seinni níu holurnar á Jaðarsvelli verða opnar laugardaginn 28. apríl og sunnudaginn 29. april frá 10:00 - 18:00. Kylfingar eru beðnir um að ganga vel um völlinn, gera við boltaför á flötum og nota gervigraspalla þar sem þeir eru staðsettir.  Vinsamlegast athugið að það er rástímaskráning á golf.is.

Framkvæmdir á 2. og 3. braut

Verið er að leggja skolplögn, nýja heita og kaldavatnslögn og ljósleiðara upp að golfskála og þverar sú lögn 2. og 3. braut. Tímabundið jarðrask verður því á þessum brautum, en áætlað er að svæðið verði þökulagt um miðjan maí mánuð.

Vinnudagur og opnun vallar

5. maí er vinnudagur þar sem við ætlum að koma saman og vinna að opnun vallarins. Völlurinn opnar að vinnudegi loknum, eða um kl. 16:00.

Nánari dagskrá og aðrar upplýsingar um vinnudaginn verða auglýstar þegar nær dregur.