Golfskóli GA 2023 eru golfnámskeið fyrir krakka á aldrinum 6-14 ára sem vilja læra grunntækni golfsins á skemmtilegan hátt. Við hjá Golfklúbbi Akureyrar trúum því að besta leiðin til að kenna krökkum golf sé með skemmtilegum leikjum og leggjum mikið upp úr því að halda í gleðina.
Dagsetningar námskeiða 2023:
5. - 9. júní
12. - 16. júní
26. júní - 30. júní
10. - 14. júlí
17. - 20. júlí (4dagar)
Helstu upplýsingar.
- Þátttakendum verður skipt í smærri hópa og hefur hver hópur sína kennara.
- Skipt verður í hópa eftir aldri og kunnáttu þannig að allir njóti sín sem best.
- Kennt er kl. 10:00 – 12:30 mánudag-föstudags.
- Innifalið í verðinu er hádegismatur í Golfskálanum kl. 12:30-13 mánudag-fimmtudag.
- Vikunni lýkur svo með pizzuveislu þar sem krakkarnir fá viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna.
- Námskeiðin eru öllum opin. Hægt er að fá lánaðar kylfur á staðnum.
Skráning fer fram á https://www.sportabler.com/shop/ga/golf og er greitt fyrir námskeiðið þar.
- Þátttökugjald á hvert námskeið er kr. 20.000. - 16.000kr kostar á 4 daga námskeið
- ATH. Þau börn sem eru að mæta á sitt fyrsta námskeið hafa forgang yfir þau börn sem hafa þegar mætt á námskeið.
- Þegar barnið hefur lokið einu námskeiði á vegum GA getur það mætt á skipulagðar æfingar skv. æfingatöflu og gengur námskeiðsgjaldið upp í æfingagjöld hjá GA.
|

|