Vídalínveitingar og GA endurnýja samstarfssamning

Vídalín veitingar og Golfklúbbur Akureyrar endurnýja samstarfssamning um veitingarekstur að Jaðri.

Jón Vídalín kokkur hefur nú á annað ár rekið veitingasöluna að Jaðri við góðan orðstýr. Í dag var samningurinn endurnýjaður til næstu fimm ára, horfa báðir aðilar björtum augum til framtíðar og sagði Jón að hann hlakkaði til þegar völlurinn opnar nú í vor og starfsemin fer á fullt.

Í vetur hefur verið mikil starfsemi í skálanum, veislur, fótboltaáhorf, bridge svo eitthvað sé nefnt og mikið um veisluhöld framundan, fermingar og brúðkaup.

Jón Vídalín matreiðslumeistari og hans fólk bjóða uppá alhliða veisluþjónustu hvort heldur er að Jaðri eða heimsendar veislur.

Árshátíðir - Brúðkaup - Afmæli - Fermingar - Erfidrykkjur - Útskriftarveislur - Þorrablót - Jólahlaðborð - Starfsmannahóf - Grillveislur - Fundaaðstaða með veitingum og fleira og fleira.