Siðareglur GA

Markmiðið með setningu siðareglna Golfklúbbs Akureyrar ( GA) er að stuðla að því að samskipti og vinnubrögð á vettvangi félagsins einkennist af virðingu, heilindum, sanngirni og réttlæti. Siðareglur GA eiga að veita félagsmönnum, starfsmönnum og öðrum leiðbeiningar bæði í leik og starfi.

Siðareglur

Siðareglur þessar eiga við um starfsmenn félagsins (þjálfara og aðra starfsmenn), alla iðkendur, alla klúbbmeðlimi,stjórnarmenn sem og sjálfboðaliða sem eru í ábyrgðarhlutverki í ferðum og öðrum uppákomum á vegum félagsins. Barn eru allir þeir sem eru yngi en 18 ára, barn í þessu tilfelli getur bæði verið iðkandi sem og starfsmaður.

  • Virða alltaf reglur og venjur klúbbsins og sýna ávallt heiðarleika í íþróttum.
  • Verum ávallt til fyrirmyndar í hegðun og framkomu, bæði innan sem og utan vallar.
  • Sýna öllum iðkendum golfíþróttarinnar virðingu, jafnt samherjum sem mótherjum.
  • Beittu barn, klúbbmeðlim eða samstarfsmann aldrei, andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi.
  • Tilkynntu strax til yfirmanns eða aganefndar ef þú hefur grun um að barn, klúbbmeðlimur eða starfsmaður sé beittur ofbeldi (andlegu, líkamlegu, kynferðislegu eða einelti).
  • Koma eins fram við alla iðkendur og félagsmenn ásamt starfsfólki klúbbsins óháð holdafari, kynþátti, kynhneigð eða trúarskoðunum.
  • Misnotaðu ekki valdastöðu þína eða hvers konar yfirburði sem þú kannt að hafa yfir öðrum.
  • Gætti trúnaðar og þagmælsku í störfum þínum en þó innan takmarkana lögboðinnar tilkynningarskyldu.