Þriðjudagsmótaröð GA
Verða alla þriðjudaga í sumar
Norðurlandsmótaröðin 2020:
Sérstök mótaröð er starfrækt á Norðurlandi fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-18 ára og er kjörin vettvangur til að stíga sín fyrstu skref í keppnisgolfi.
Auk Golfklúbbs Akureyrar koma Golfklúbburinn Hamar, Golfklúbbur Ólafsfjarðar og Golfklúbbur Sauðárkróks að mótaröðinni.
Dagskrá Noðurlandsmótaraðarinnar 2020:
Verum öll með á þessum skemmtilegum mótum í sumar!
Nánari upplýsingar um mótaröðina er að finna á Facebook hópnum Norðurlandsmótaröðin í golfi: https://www.facebook.com/groups/830641210403482/
Akureyrarmót GA 2020:
Akureyrarmótið fer fram dagana 29. júní-3. júlí.
Í boði verður að spila alla dagana og munu 3 bestu hringirnir telja. Við hvetjum alla iðkendur okkar til að taka þátt í þessu skemmtilegasta móti sumarsins
Í mótinu er keppt í eftirfarandi aldursflokkum barna:
Börn og unglingar 15 ára og eldri leika í sínum forgjafarflokki (meistaraflokkur, 1. flokkur, 2. flokkur o.s.frv.) og spila höggleik, án forgjafar 4x18 holur.
GSÍ Mótaröð Barna og Unlinga og Áskorendamótaröð Barna og Unglinga 2020:
Golfsamband Íslands stendur fyrir og skipuleggur árlega 6 mót fyrir börn og unglinga. 144 efnilegustu kylfingar landsins í barna- og unglingaflokkum keppa um sigur í þremur mismunandi aldursflokkum í flokki drengja og stúlkna, á hveju móti: 14 ára og yngri, 15-16 ára og 17-18 ára. Samhliða GSÍ Mótaröð Barna og Unglinga er GSÍ Áskorendamótaröð Barna og Unglinga sem er mótaröð þeirra kylfinga sem ekki hafa nógu lága forgjöf til að komast inn á aðalmótaröðina.
5 mót verða á GSÍ Mótaröð Barna og Unglinga í sumar:
29-31. maí Unglingamótaröðin (1) GM
11-13. júní Unglingamótaröðin (2) GKG
17-19. júlí Unglingamótaröðin (3) GR
14-16. ágúst Unglingamótaröðin (4) - Íslandsmótið í holukeppni GS
21-23. ágúst Unglingamótaröðin (5) - Íslandsmótið í höggleik GK
5 mót verða á GSÍ Áskorendamótaröð Barna og Unglinga í sumar:
30. maí Áskorendamótaröð barna og unglinga (1) GM
10. júní Áskorendamótaröð barna og unglinga (2) GKG
18. júlí Áskorendamótaröð barna og unglinga (3) GR
15. ágúst Áskorendamótaröð barna og unglinga (4) GS
22. ágúst Áskorendamótaröð barna og unglinga (5) GK
Íslandsmót golfklúbba (Sveitakeppni) GSÍ 2020:
Íslandsmót golfklúbba í barna- og unglingaflokkum fer fram dagana 25-27. júní og 14-16. júlí 2020.
Leikið er í 5 flokkum á 6 stöðum. 6 leikmenn skipa hverja sveit, en 4 spila hverja umferð.
Valið í sveitirnar er í höndum golfkennara GA.