Barna- og unglingamót

Þriðjudagsmótaröð GA

Verða alla þriðjudaga í sumar

 • Er aðallega hugsað sem spilaæfing og undirbúningur fyrir golfmót
 • Þjálfarar taka frá ákveðna rástíma fyrir hvert mót
 • Þjálfarar fylgja þeim sem spila á Dúddisen fyrir hádegi
 • Sömu flokkar og á Norðurlandsmótaröðinni
 • Spilaðar 12 holur á par 3 holu vellinum Dúddisen
 • Spilaðar 9 holur á grænum og rauðum teigum
 • Spilaðar 18 holur á rauðum, gulum, bláum og hvítum teigum
 • Mótsgjald verður kr. 1000.- fyrir þá sem vilja keppa til verðlauna í stökum mótum

Norðurlandsmótaröðin 2020:

Sérstök mótaröð er starfrækt á Norðurlandi fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-18 ára og er kjörin vettvangur til að stíga sín fyrstu skref í keppnisgolfi.
Auk Golfklúbbs Akureyrar koma Golfklúbburinn Hamar, Golfklúbbur Ólafsfjarðar og Golfklúbbur Sauðárkróks að mótaröðinni. 

Dagskrá Noðurlandsmótaraðarinnar 2020:

 • Sauðárkrókur    Sunnudagurinn 14. júní
 • Dalvík                Sunnudagurinn 5. júlí
 • Ólafsfjörður      Þriðjudagurinn 28. júlí
 • Akureyri            Sunnudagurinn 30. ágúst

Verum öll með á þessum skemmtilegum mótum í sumar!

Nánari upplýsingar um mótaröðina er að finna á Facebook hópnum Norðurlandsmótaröðin í golfi: https://www.facebook.com/groups/830641210403482/

Akureyrarmót GA 2020:

Akureyrarmótið fer fram dagana 29. júní-3. júlí.

Í boði verður að spila alla dagana og munu 3 bestu hringirnir telja. Við hvetjum alla iðkendur okkar til að taka þátt í þessu skemmtilegasta móti sumarsins
Í mótinu er keppt í eftirfarandi aldursflokkum barna:

 • 12 ára og yngri (punktakeppni 2x9 holur)
 • 14 ára og yngri (punktakeppni 2x9 holur)
 • 14 ára og yngri (höggleikur án forgjafar 4x18 holur).  

Börn og unglingar 15 ára og eldri leika í sínum forgjafarflokki  (meistaraflokkur, 1. flokkur, 2. flokkur o.s.frv.) og spila höggleik, án forgjafar 4x18 holur.

GSÍ Mótaröð Barna og Unlinga og Áskorendamótaröð Barna og Unglinga 2020:

Golfsamband Íslands stendur fyrir og skipuleggur árlega 6 mót fyrir börn og unglinga. 144 efnilegustu kylfingar landsins í barna- og unglingaflokkum keppa um sigur í þremur mismunandi aldursflokkum í flokki drengja og stúlkna, á hveju móti: 14 ára og yngri, 15-16 ára og 17-18 ára. Samhliða GSÍ Mótaröð Barna og Unglinga er GSÍ Áskorendamótaröð Barna og Unglinga sem er mótaröð þeirra kylfinga sem ekki hafa nógu lága forgjöf til að komast inn á aðalmótaröðina.

5 mót verða á GSÍ Mótaröð Barna og Unglinga í sumar:

 • 29-31. maí Unglingamótaröðin (1) GM ​

 • 11-13. júní Unglingamótaröðin (2) GKG ​

 • 17-19. júlí Unglingamótaröðin (3) GR ​

 • 14-16. ágúst Unglingamótaröðin (4) - Íslandsmótið í holukeppni GS ​

 • 21-23. ágúst Unglingamótaröðin (5) - Íslandsmótið í höggleik GK 

5 mót verða á GSÍ Áskorendamótaröð Barna og Unglinga í sumar:

 • 30. maí Áskorendamótaröð barna og unglinga (1) GM​

 • 10. júní Áskorendamótaröð barna og unglinga (2) GKG​

 • 18. júlí Áskorendamótaröð barna og unglinga (3) GR​

 • 15. ágúst Áskorendamótaröð barna og unglinga (4) GS​

 • 22. ágúst Áskorendamótaröð barna og unglinga (5) GK

Íslandsmót golfklúbba (Sveitakeppni) GSÍ 2020

Íslandsmót golfklúbba í barna- og unglingaflokkum fer fram dagana 25-27. júní og 14-16. júlí 2020.
Leikið er í 5 flokkum á 6 stöðum. 6 leikmenn skipa hverja sveit, en 4 spila hverja umferð.
Valið í sveitirnar er í höndum golfkennara GA.

 • 25-27. júní Íslandsmót golfklúbba - stúlkur - drengir, 18 ára og yngri GHR ​ ​
 • 25-27. júní Íslandsmót golfklúbba - stúlkur - drengir, 15 ára og yngri GL
 • 14-16. júlí Íslandsmót golfklúbba - 12 ára og yngri GKG, GM, GK ​