Forgjöf

Til þess að fá forgjöf verður leikmaður að skila inn 4 x 9 holu skorkortum til forgjafarnefndar (skrifstofu) af viðurkenndum velli. Fyllið kortið út skýrt og greinilega með nafni kennitölu, dagsetningu og af hvaða teig var spilað. 

Hámark EGA grunnforgjafar skal vera 54 fyrir karla og 54 fyrir konur. Leikmaður ber ábyrgð á sinni forgjöf og getur fært spilaða hringi inn á www.golf.is – Starfsfólk skrifstofu leiðbeinir ykkur með það.  

Stableford punktar

Stableford punktar eru veittir á eftirfarandi hátt miðað við nettóskor á hverri holu, þ.e. brúttóskor leikmanns að frádreginni forgjöf á hverri holu fyrir sig.

Nettóskor á holu Punktar Heiti Heiti
2 högg yfir pari 0 Tvöfaldur Skolli Double bogey
1 högg yfir pari 1 Skolli Bogey
Par 2 Par Par
1 högg undir pari 3 Fugl Birdie
2 högg undir pari 4 Örn Eagle
3 högg undir pari 5 Albatross Albatross