Golfhöllin

Golfhöllin - 462-3846
GA býður félögum sínum fyrsta flokks aðstöðu í Golfhöllinni þar sem hægt er að æfa sig yfir vetrarmánuðina.  Hægt er að æfa sveifluna með því að slá í net og púttin og vippin á fyrsta flokks teppum sem sérhönnuð eru til golfæfinga. 

Golfhermar af fullkomnustu gerð

Það eru tveir golfhermar af fullkomnustu gerð í boði í Golfhöllinni og er hægt að bóka tíma í þá með því að fara inn á boka.gagolf.is og velja Trackman 1 eða Trackman 2.

Aðgangur að Golfhöllinni er innifalinn í árgjaldi í GA.

Opnunartími*

Opnunartími Golfhallarinnar er eftirfarandi:

  • Virka daga: 9:00 - 22:00 (Síðasta bókun í herma hefst kl. 20:00)
  • Helgar: 10:00 - 17:00 (Síðasta bókun í herma hefst kl. 17:00)  

Nánari upplýsingar um golfherma o.fl. er að finna hér til hægri á síðunni.

Hafi fyrirtæki eða hópar áhuga á að bóka aðstöðuna, panta kennslu hjá kennara eða annað má hafa samband við starfsfólk GA.

Vinsamlegast takið tillit til æfingatöflu barna og unglinga

Innganginn af Golfhöllinni má sjá á myndinni hér að ofan.

Golföllin er gulmerkt á mynd hér að ofan.