Jaðarsvöllur lítur vel út

Það styttist óðum í að tímabil okkar kylfinga hefjist af fullum krafti og má með sanni segja að Jaðarsvöllur komi vel undan vetri, sérstaklega ef miðað er við árið í fyrra. Sú vinna sem þá var ráðist í, auk hagstæðara veðurfars hafa orðið til þess að útlitið fyrir sumarið er mjög gott.

Til upprifjunar birtum við tvær myndir af æfingaflötunum, en á þeim kemur glögglega í ljós munurinn á ástandi vallarins í ár miðað við í fyrra. Efri myndin var tekin á dögunum, en sú neðri er frá sama tíma í fyrra. Sjón er sögu ríkari.

Jaðarsvöllur vorið 2012

Jaðarsvöllur vorið 2012

 

Jaðarsvöllur vorið 2011

Jaðarsvöllur vorið 2011