92 þátttakendur á vormóti GA

Góð stemning á vormóti GA
Góð stemning á vormóti GA

Það var frábær byrjunin á golfsumrinu hjá GA, en 92 mættu til leiks á vormóti GA.  Auk þess var þátttaka í kaffihlaðborðinu mjög góð.

Úrslit mótsins:

  • 1. sæti  Anton Þorsteinsson 22 pkt
  • 2-5. sæti Orri Stefánsson 21 pkt
  • 2-5. sæti Björn Snær Guðbrandsson 21 pkt
  • 2-5. sæti Bjarni Aðalsteinsson 21 pkt
  • 2-5. sæti Hjörtur Sigurðsson 21 pkt

Verðlaun veitt fyrir fyrsta sætið, en það var fleygjárn frá MD – gefandi Ljósgjafinn.

Unglingaráð þakkar kærlega stuðninginn.

Einnig viljum við þakka þátttakendum fyrir góða umgengni um völlinn, en hann kemur eins og áður hefur komið fram vel undan vetri.  Stefnt er að því að hafa hann opinn dag og dag á næstunni eftir því sem aðstæður leyfa.  Formleg opnun vallarins verður svo kynnt um leið og endanleg dagsetning liggur fyrir.