Golfbúð GA

Á Jaðri rekur Golfklúbbur Akureyrar golfbúð þar sem hægt er að versla allar þær golfgræjur sem hugurinn girnist.

Mikið úrval af FootJoy, J. Lindeberg og What Bunkers fatnaði er í búðinni ásamt golfskóm frá FootJoy og Ecco. 

Allar helstu nauðsynjar eru að sjálfsögðu í búðinni líka, golfkúlur frá Titleist, Callaway, Taylormade og Bridgestone. Hanskar frá FootJoy, Titleist og What Bunkers, tí, derhúfur, regnhlífar, lúffur, kuldahúfur, golfpokar og margt fleira.

Við erum með gott úrval af golfkerrum og golfkylfum og getum pantað allt það sem kúnninn þarfnast.

Hvetjum ykkur til að kíkja uppeftir og versla golfvörurnar hjá okkur. 

Opnunartími er:
Mánudag - fimmtudag: 8:00 - 22:00
Föstudagar: 8:00 - 19:00

Laugardag - sunnudag: 10:00 - 19:00