Rástímar og skor

Rástímar

Kylfingar í GA og öðrum klúbbum skrá sig á rástíma í gegnum golfbox.  Til að geta skráð rástíma þar í gegn þarf að fá úthlutað notandanafni og lykilorði sem gefur aðgang að skráningunni.  Skráningin fer síðan þannig fram að kennitala/kennitölur kylfinga eru skráðar á þann tíma sem óskað er að spila á. 

Einnig er hægt að hringja í síma 462 2974 eða kíkja við í golfskála GA og fá rástíma skráðan.

Skráning skors

Allir kylfingar geta skráð til forgjafar skor af hringjum sem leiknir eru utan skipulagðra móta.  Skráningin fer fram í gegnum golfbox eftir að notendanafn og lykilorð kylfings hefur verið slegið inn.  Það er gert með því að velja skrá skor.  Þar eru viðkomandi upplýsingar um völl, dagsetningu, teiga o.s.frv. valin áður en skor á hverri holu er skráð inn.