Viðbragðsáætlun vegna brota á siðareglum

Eftirfarandi viðbragðsáætlun er unnin útfrá viðbragðsáætlun ÍBA vegna brota á siðareglum.

Viðbrögð innan félags:

1. Ef grunur vaknar um brot er meintur gerandi kallaður strax á fund.

2. Leita skal sannanna frá fleiri en einum aðila um meint agabrot.

3. Séu sannanir nægilegar, er viðkomandi áminntur eða vísað úr starfi eða frá keppni undir merkjum félagsins og málinu vísað til viðkomandi yfirvalda (lögreglu-, barnaverndar- eða íþróttayfirvalda) eftir eðli brots.

4. Tilkynningar um möguleg agabrot skulu berast til framkvæmdastjóra GA.

Framkvæmd og eftirfylgni:

1. Fræðslu og forvarnarvinna innan hvers aðildarfélags sem felur m.a. í sér að kynna siðareglurnar vel fyrir öllum og viðhalda meðvitund um mikilvægi þeirra.

2. Almennur stuðningur við þolanda og geranda.