Afreks og unglinganefnd

Helstu hlutverk:

  • Að annast fjáraflanir vegna æfinga og keppnisferða.
  • Skipulagning og undirbúningur keppnisferða fyrir hvert æfinga- og keppnistímabil í samráði við þjálfara.
  • Taka fyrir mál vegna brota á samþykktum reglum.

Helstu markmið:

  • Að efla samskipti milli iðkenda og foreldra annarsvegar og stjórnenda og þjálfara hins vegar.
  • Að stuðla að betri árangri í starfi klúbbsins.
  • Að fjölga yngri iðkendum í félagastarfinu.

Unglinganefnd/foreldraráð ákveður í samráði við stjórn klúbbsins hvernig unnið skuli að þessum markmiðum. Sameiginlegt markmið afreks- og unglinganefndar er að fjölga iðkendum í golfi og að GA eigi ávallt samkeppnishæfa keppnishópa sem taka þátt í mótum fyrir og á vegum GA.