Fréttir

Eftirlit á Jaðarsvelli

Eftirlit hefur verið að undanförnu með umferð um völlinn.

Samstarfssamningur Golfklúbbs Akureyrar og Átaks líkamsræktar

Átak líkamsrækt, Aqua Spa og Golfklúbbur Akureyrar gerðu með sér samstarfssamning um framkvæmd Meistaramóts GA

Stórmót heimsferða og Karls K. Karlssonar - Úrslit

Sigurvegarar voru þeir feðgar Hermann Hrafn Guðmundsson og Elvar Örn Hermannsson úr GA á 62 höggum

Stórmót Heimsferða og Karls K. Karlssonar

Glæsilegt mót í boði Heimsferða og Karls K. Karlssonar

Úrslit Arctic Open 2007

Ein milljón safnaðist til styrktar fötluðum

Á Arctic Open mótinu var efnt til fjáröflunar til styrktar útivistarklúbbnum Klökunum

Ein milljón safnaðist til styrktar fötluðum

Á Arctic Open mótinu var efnt til fjáröflunar til styrktar útivistarklúbbnum Klökunum sem er samstarfsverkefni Sjálfsbjargar og Íþróttafélagsins Akurs. Fjáröflunin fór þannig fram að keppendum gafst tækifæri til að leggja 1.000 kr. til verkefnisins á 18. teig vallarins. Ef högg þeirra hepnaðist vel tífölduðu samstarfsfyrirtæki verkefnisins upphæðina. Í þessum leik söfnuðust alls 1.000.228 kr. Þessi fjáröflun mæltist vel fyrir á mótinu og voru þátttakendur ánægðir með framtækið og tækifærið til að láta gott af sér leiða. Ákveðið hefur verið að efna til fjáröflunar á mótinu árlega og láta afraksturinn renna til góðs málefnis á Akureyri. Þau fyrirtæki sem lögðu til söfnunarinnar að þessu sinni voru Samherji, KEA, Greifinn, Saga Capital, Sparisjóður Norðlendinga, Vífilfell og Sjóvá.  Myndin var tekin á lokahófi mótsins þegar Jón Birgir Guðmundsson, Kristinn Svanbergsson og G. Ómar Pétursson úr Arctic Open nefndinni afhentu Jóni Heiðari, einum af forsvarsmönnum Klakanna, ávísun að upphæð 1.000.228 kr.

Arctic Open 2007

Metþátttaka í ár

 

Stórmót heimsferða og Karls K. Karlssonar

Breyting á leikfyrirkomulagi