Innheimtukerfið NÓRI: Leiðbeiningar um skráningu iðkenda og greiðslu æfingagjalda
Skráning iðkenda og greiðsla æfingagjalda mun nú fara fram á netinu í gegnum Nóra.
Hvar byrja ég?
NÓRI er aðgengilegt á vefslóðinni http://iba.felog.is. Fyrsta sem þarf að gera er að haka í „Samþykkja skilmála“. Ef ætlunin er að skrá sig í kerfið þá er smellt á "Nýskráning" annars er svæðið "Kennitala" fyllt út ásamt "Lykilorði" og smellt síðan á "Innskráning".
1. Nýskrá/Innskrá: Að komast inn í Nóra
Þeir sem eru að skrá sig inn í Nóra í fyrsta skipti verða fyrst að samþykkja skilmála og smella á “Nýskráning“
Þeir sem áður eru búnir að fara í gegnum nýskráningu og eru með lykilorð þurfa einungis að samþykkja skilmála, slá inn kennitölu, lykilorð og smella á “Innskráning“ Þá er farið beint á síðuna “Mínir iðkendur“
Ef lykilorðið er gleymt er smellt á “Týnt lykilorð“ og þá er lykilorðið sent á skráð netfang viðkomandi. Ef hakað er í “Muna eftir mér“ vistast innskráningarupplýsingar í tölvu viðkomandi.
Næsta skref í nýskráningu er að slá inn kennitölu án bandstriks og smella á “Áfram“ og fara þannig inn á síðuna “Nýskráning forráðamanns“
2. Nýskráning forráðamanns: Hérna eru settar inn almennar persónuupplýsingar
Slá inn rétt heimilsfang, póstnúmer, símanúmer og netfang, velja lykilorð og slá það inn tvisvar. Lykilorð þarf að innihalda að lágmarki 5 stafi.
Ef hakað er við “Jafnframt iðkandi“ sjást öll námskeið sem eru í boði fyrir viðkomandi hjá GA.
Að lokum slá inn öryggisstafi og smella á “Skrá“
Ekki þarf að bíða eftir að lykilorðið sé samþykkt og er það því ekki sent á netfang þannig að geymið lykilorðið vel.
3. Nýr iðkandi
Hérna ætti að vera hægt að velja úr lista frá þjóðskrá þá sem eru skráðir á heimili þess forráðamanns sem er innskráður.
Velja barn af listanum og smella á “Áfram“
Síðan þarf að setja inn símanúmer og netfang. Hérna eru oftast settar upplýsingar forráðamanns ef barnið er ungt. Þegar þær upplýsingar eru komnar smellið á “Skrá“
Ef börn eru ekki skráð á heimili forráðamanns er best að hafa samband við viðkomandi deild sem á að skrá í og þá er hægt að færa börnin yfir í kerfinu. (hægt að sjá emailin neðst í þessu skjali)
4. Mínir iðkendur: Hérna er hægt að sjá yfirlit yfir iðkendur er tengjast forráðamanni og það sem er í boði fyrir viðkomandi iðkendur.
Smella á “Námskeið/flokkar í boði“ við nafn þess sem á að skrá og þá birtist listi yfir það sem er í boði fyrir við komandi iðkanda.
5. Námskeið í boði
Smella í dálkinn “Skráning“ við það námskeið sem skrá skal í.
6. Greiða fyrir skráningu iðkenda á námskeið
Slá inn í athugasemdareitinn upplýsingar sem mikilvægt er að þjálfari viti, t.d.ofnæmi og annað.
Íþrótta og tómstundastyrkur
Til að nýta styrkinn frá Akureyrarbæ er nóg að haka við „Nota Frístundastyrk/tómstundarávísun Akureyrarbæjar“ um leið og hakað er í reitinn þá sækir kerfið heimild til Akureyrarbæjar og ef iðkandi á rétt á styrk lækkar upphæðin í samtals reitnum.
Kerfið býður upp á að styrknum sé skipt niður og því er hægt að stilla hversu mikinn skerf af styrknum þú vilt nýta á hvert námskeið sem barnið er skráð í. Þetta er gert með því að smella á „breyta“
Athugið að ekki er hægt að endurgreiða tómstundarstyrk Akureyrarbæjar eftir að hann hefur verið nýttur.
Velja greiðslumáta–Slá inn viðeigandi upplýsingar samþykkja skilmála og fara á staðfestingasíðu.
Ef enginn af þeim greiðslumöguleikum sem í boði eru hentar þá er best að setja sig í samband við framkvæmdastjóra GA (sjá netfang neðst)
7. Staðfestingasíða
Yfirfarið upplýsingarnar að ofan og smellið á “Skrá greiðslu“
Skrifstofa GA
Sími: 462-2974 | Netfang: skrifstofa@gagolf.is
Framkvæmdastjóri GA
Steindór Kristinn Ragnarsson | Netfang: steindor@gagolf.is
Golfkennarar GA
Stefanía Kristín Valgeirsdóttir | Netfang: stefania@gagolf.is
Heiðar Davíð Bragason | Netfang: heidar@gagolf.is