Æfingatafla barna og unglinga GA

*Sumartaflan byrjar 7. júní 

Þjálfarar eru:

  • Heiðar Davíð Bragason | PGA golfkennari GA | heidar@gagolf.is
  • Ólafur Gylfason             | PGA golfkennari GA | olafur@gagolf.is

Frekari fyrirspurnir varðandi æfingar skulu berast á heidar@gagolf.is

Hægt er að prófa æfingar hjá GA gjaldfrjálst í 2 vikur áður en æfingagjaldið er greitt

Iðkandi skal vera tilbúinn með golfsettið þegar æfingin hefst, þegar iðkandi mætir of seint á æfingu, tekur hann tíma frá öðrum iðkendum því þjálfari þarf að útskýra sérstaklega fyrir honum það sem búið er að segja þeim sem mættu á réttum tíma.

*3.fl og MFL leikmenn mega mæta á æfinguna með 4. og 5.fl kl.14 ef það hentar þeim betur

Mikilvægt varðandi þriðjudagsspil: Þeir iðkendur sem hafa getu til þess að spila Jaðar þurfa að skrá sig í Golfbox fyrir klukkan 17, fimmtudeginum á undan. Með þessu erum við að tryggja okkar iðkendum spiltíma, því rástíma þarf að bóka með fjögurra daga fyrirvara.

* 7.flokks iðkendur sem hafa getu til þess að spila Jaðar verða ræstir út frá kl.08:50 á þriðjudögum, leika þarf Dúddisen á 30 höggum eða minna á gulu teigunum þrisvar sinnum til þess að komast út á Jaðar að spila. Þeir aðilar sem spila Dúddisen verða ræstir út kl.09:30.

Athugið foreldrar; Þegar farið er að spila tekur venjulega 20 mín að ná í settið, græja sig og gera upphitunaræfingar.  Þá á eftir að slá 20-30 bolta, vippa og pútta og það tekur lágmark 30 mín. Svo þarf viðkomandi að vera mættur við teiginn 10 mín fyrir sinn rástíma til að taka við skorkorti og vera klár. Allt þetta gerir samtals 50-60mín. Þannig að fyrir aðila sem á teig kl.09 á spilæfingu væri ákjósanlegast að mæta kl.08:00 á svæðið, skiljanlega er þetta ekki alltaf hægt en ef þetta er hægt þá er viðkomandi betur settur gagnvart mótum þar sem upphitun/undirbúningur tekur um 40-60mín og spilæfingar eru m.a. ætlaðar til undirbúnings fyrir mót.

Nánari upplýsingar um starf GA er á heimasíðu félagsins gagolf.is undir Börn og unglingar.