Suðurvöllur opinn 1. maí

Seinni níu holurnar á Jaðarsvelli verða opnar þriðjudaginn 1. maí frá 10:00 - 18:00. Kylfingar eru beðnir um að ganga vel um völlinn, gera við boltaför á flötum og nota gervigraspalla þar sem þeir eru staðsettir.  Vinsamlegast athugið að það er rástímaskráning á golf.is.

Vinnudagur og opnun vallar 5. maí

Völlurinn opnar að vinnudegi loknum kl. 16:00.

Nánari dagskrá og aðrar upplýsingar um vinnudaginn verða auglýstar þegar nær dregur.