Fréttir

Rástímar - Tee times 22. júni

Rástímar - Tee times 22. júni

Upphafshöggið

Halldór Rafnsson formaður GA sló fyrsta höggið á Arctic Open mótinu í dag kl. 15.00.  212 þátttakendur eru á mótinu og verður ræst úr til kl. 01.24 í nótt.  Hæg norðvestanátt er á mótinu og 13 stiga hiti.  Það er að létta til og miðnætursólin mun án efa sýna sig í kvöld.  Frábær veðurspá er fyrir morgundaginn en 18 holur eru þá leiknar frá kl. 15.00

Rástímar / Tee Times

Arctic Open Tee Times 21.06.2007

Verðlaun í mótinu

Verðlaun í mótinu eru gefin af Icepharma, umboðsaðila Nike á Íslandi, Golfbúðinni Hafnarfirði ehf. og NTC/17 verslununum.

  1. Með forgjöf:

1.sæti       Nike járnasett, IGNITE,  ásamt poka. 

2.sæti       Nike driver, SASQUATCH 2 SUMO 9,5°.

3.sæti       Nike brautertré, SASQUACH #5, 19°.

Fjáröflun fyrir fatlaða á Arctic Open

Í ár verður í fyrsta sinn efnt til fjáröflunar á mótinu en ákeðið hefur verið að styrkja eitt verkefni árlega með framlögum frá keppendum og samstarfsfyrirtæjum um verkefnið.  Sérstaklega er horft til verkefna sem tengjast Akureyri og íþróttum. Í ár rennur söfnunarféð til útivistarklúbbsins Klakanna sem er samstarfsverkefni Sjálfsbjargar og Íþróttafélagsins Akurs á Akureyri. Klakarnir hafa staðið fyrir skíðaþjálfun líkamlega og andlega fatlaðra barna í Hlíðarfjalli.  Þar fá fatlaðir ásamt foreldrum og vinum tækifæri til að stunda skíðaíþróttina þar sem skíðabúnaður er aðlagaður fötlun og færni hvers iðkanda. Klakarnir hafa áætlanir um að útvíkka starfið og kenna fötluðum einnig siglingar, golf, klifur, útreiðar og fleira.Fjáröflunin fer þannig fram að á 18. braut vallarins gefst keppendum tækifæri til að leggja 1.000 kr. til verkefnisins.  Þeir slá síðan bolta af teig brautarinnar og reyna að hitta inn í hring sem er nokkrir metrar að þvermáli og markaður hefur verið um holuna á flötinni. Takist það munu samstarfsfyrirtæki verkefnisins tífalda upphæðina og leggja 10.000 kr. til söfnunarinnar fyrir hvert högg sem hittir í hringinn.  Fyrirtækin sem koma að verkefninu eru Sparisjóður Norðlendinga, Saga Capital, Greifinn, KEA og Vífilfell. Auk þess mun Sjóvá leggja eina milljón króna til verkefnisins ef einhver fer holu í höggi í leiknum. Upphæðin sem safnast með þessum hætti rennur óskipt til Klakanna og verður afhent í lokahófi mótsins laugardagskvöldið 23. júní. 

Fjáröflun fyrir fatlaða á Arctic Open

Carlsberg Open - Úrslit

Fjöldi þátttakenda var í Carlsberg Open í blíðskapar veðri

Arctic Open 2007

Metfjöldi þátttakenda

Barna- og unglingastarf GA í miklum blóma

Golfskólinn og æfingar barna- og unglinga byrjuðu núna í vikunni.

Metfjöldi þátttakenda

Þátttakendur á mótinu í ár verða 212 og hafa aldrei verið fleiri. Það er frábært að svo mikill áhugi sé fyrir mótinu og raunar er það svo að færri komast að en vilja. Undanfarin ár hafa keppendur verið 130 - 160 þannig að um mikla aukningu að ræða.  Þetta kallar á að endurskoða þarf allt skipulag og fara yfir öll smáatriði til að vel gangi að spila.  Arctic Open hefst með skráningu þátttakenda og afhendingu mótsganga fimmtudaginn 21. júní kl. 11.00.  Kl. 13.00 hefst opnunarhátíð þar em boðinn verður hádegisverður úr hráefni frá eyfirskum framleiðendum, rástímar tilkynntir og farið í golfþrautir.  Kl. 15.00 verður fyrsta hollið ræst út og stendur ræsing allt til 01.24 um nóttina.  Það er því ljóst að síðustu keppendur munu ekki koma í hús fyrr en um kl. sex um morguninn.