Eftirlit á Jaðarsvelli

Eftirlit hefur verið að undanförnu með umferð um völlinn.

Er þetta gert til að sporna við því að menn séu að leika golf á vellinum án þess að hafa gert grein fyrir sér annað hvort með greiddu árgjaldi eða flatargjaldi - og eru félagar vinsamlegast beðnir um að hafa pokamerki sitt sýnilegt.

Einnig skal það tekið fram að það er með öllu óheimilt að leika golf í gallafatnaði.