Arctic Open 2007

Halldór formaður tekur 1. högg mótsins
Halldór formaður tekur 1. högg mótsins

Metþátttaka í ár

 

Halldór Rafnsson formaður GA sló fyrsta höggið á Arctic Open mótinu í dag kl. 15.00.  212 þátttakendur eru á mótinu og verður ræst úr til kl. 01.24 í nótt.  Hæg norðvestanátt er á mótinu og 13 stiga hiti.  Það er að létta til og miðnætursólin mun án efa sýna sig í kvöld.  Frábær veðurspá er fyrir morgundaginn en 18 holur eru þá leiknar frá kl. 15.00