Samstarfssamningur Golfklúbbs Akureyrar og Átaks líkamsræktar

Gúðrún Gísladóttir og Halldór Rafnsson handsala samninginn
Gúðrún Gísladóttir og Halldór Rafnsson handsala samninginn
Átak líkamsrækt, Aqua Spa og Golfklúbbur Akureyrar gerðu með sér samstarfssamning um framkvæmd Meistaramóts GAGolfklúbbur Akureyrar, Átak líkamsrækt og Aqua Spa undirrituðu nú í vikunni samstarfssamning til 3ja ára um framkvæmd Meistaramóts klúbbsins. Heiti mótsins mun vera Meistaramót GA og Átaks líkamsræktar. Átak mun gefa öll verðlaun í mótið næstu þrjú árin. Átak og Golfklúbburinn eiga það sameiginlegt að hvetja fólk til hreyfingar og láta gott af sér leiða í íþróttum. Samningurinn er einn stæðsti samningur sem Golfklúbburinn hefur gert og er það virkilega ánægjulegt að Átak heilsurækt skuli gera samstarfssamning með klúbbnum og koma svona rausnalega að mótinu.