Fréttir

Púttmótaröð til styrktar unglingastarfi GA

Púttmótaröð til styrktar unglingastarfi GA er að hefjast

Vilt þú mæta vel undirbúin(n) til leiks í vor?

Nýr golfkennari GA, Brian Jensen, kemur til landsins um næstu helgi og hefur þá þegar störf. Hann mun sinna kennslu barna og unglinga, auk þess sem félögum gefst kostur á að panta hjá honum tíma, hvort sem er fyrir einstaklinga eða hópa.

Framfarir í Golfhöllinni

Vinna við að búa til rými í Golfhöllinni fyrir kennslu annars vegar og fyrir golfhermi hins vegar eru að hefjast. Rýmin verða í salnum þar sem setustofa og geymsla fyrir golfsett hefur verið, en eins og fram kom í fyrri frétt hafa verið búnir til skápar fyrir golfsettin sem félögum stendur til boða að leigja gegn vægu gjaldi. Setustofan verður áfram á sama stað þegar framkvæmdum lýkur. Áætluð verklok eru 15. febrúar.

Baráttan við klakann

Veturinn hefur verið býsna áhugaverður það sem af er, þar sem snjókoma og hláka hafa skipst á. Fyrir jólin var svo komið að mikill klaki hafði safnast saman á vellinum og þar með talið flötunum. Vallarstjóri taldi eftir skoðun á flötum að mjög stutt væri í að skemmdir mundu myndast undir klakanum. Hann hefur þess vegna unnið að því að undanförnu að ryðja flatirnar, gata klakann og sandbera til að hraða bráðnun og minnka líkur á skemmdum.