Framfarir í Golfhöllinni

Vinna við að búa til rými í Golfhöllinni fyrir kennslu annars vegar og fyrir golfhermi hins vegar eru að hefjast.  Rýmin verða í salnum þar sem setustofa og geymsla fyrir golfsett hefur verið, en eins og fram kom í fyrri frétt hafa verið búnir til skápar fyrir golfsettin sem félögum stendur til boða að leigja gegn vægu gjaldi. Setustofan verður áfram á sama stað þegar framkvæmdum lýkur.  Áætluð verklok eru 15. febrúar.

Um verður að ræða tvö rúmgóð rými með góðri lofthæð.   Rýmin munu bæta aðstöðu okkar í Golfhöllinni verulega og gera okkur kleift að bjóða upp á fyrsta flokks þjónustu þar í framtíðinni.  Verið er að vinna að því að finna hvaða leiðir er bestar varðandi golfhermi og kennslutæki í rýmin og verða þær ákvarðanir kynntar fljótlega. 

Við hvetjum félaga til að nýta sér Golfhöllina, enda kjörið tækifæri til að undirbúa sveifluna og stutta spilið fyrir vorið og sumarið.   Opið er í Golfhöllinni frá kl. 12-21 mánudaga - fimmtudaga.  Á föstudögum er opið frá kl 12 - 18 og frá kl. 11-16 um helgar.