Púttmótaröð til styrktar unglingastarfi GA

Púttmótaröð til styrktar unglingastarfi GA er að hefjast - 6 mót, 3 telja

Sunnudaginn 13. Janúar er fyrsta mótið.

Mótin verða 6 (lagt upp með annanhvern sunnudag)

Mæta má frá kl. 12 – 15 (tími lengdur ef þörf krefur)

Golfhöllin er opin frá kl 11 - 16

Þátttökugjald er kr. 1000 fyrir eldri en 18 ára og kr. 500.- fyrir þá sem yngri eru. Keppt verður í 3 flokkum, verðlaun verða veitt í hverjum flokki í hverju móti. Hver keppandi spilar 2 hringi hverju sinni og gildir betra skor.

Flokkar:

18 ára og yngri unglingar

Karlaflokkur

Kvennaflokkur

Mótaröðin - Úrslit

Topp 4 í hverjum flokki eftir 6 mót þar sem 3 bestu telja munu síðan keppa sín á milli um sigur í móti nr 7 – tími þess auglýstur síðarJ

Þegar allar dags mótanna eru klárar verða upplýsingar um þau sett inn í viðburðardagatal á heimasíðu GA www.gagolf.is

Allur ágóði af púttmótunum rennur til styrktar starfi Unglingaráðs GA