Föstudagsfréttir GA

Aðalfundur GA var haldin á fimmtudaginn síðasta og mættu 55 galvaskir félagsmenn á fundinn. Farið var yfir ársreikning GA, skýrslu stjórnar ásamt félagsmönnum var kynnt fyrirhuguð viðbygging við Jaðar fyrir inniaðstöðu okkar sem ber vinnuheitið "Jaðar allt árið". Nánar um aðalfundinn ásamt öllum gögnum má finna hér.

Við höfum fengið nýja sendingu af GA derhúfum og GA buffum sem verða til sölu í Golfhöllinni. Derhúfurnar eru nú með bognu deri en mikil fyrirspurn var eftir svoleiðis derhúfum síðast þegar við pöntuðum. Hægt er að versla derhúfurnar og buffin í Golfhöllinni og einnig er hægt að panta á jonheidar@gagolf.is Nánar um buffin og derhúfurnar hér.

Nú styttist óðum í jólahlaðborð GA en það verður haldið að Jaðri laugardaginn 14. desember. Vídalín veitingar sér um glæsilegar veitingar og er GA félögum boðinn afsláttur af hlaðborðinu, 6.900kr á mann. Við hvetjum að sjálfsögðu alla GA félaga til að fjölmenna á jólahlaðborðið og njóta í samveru hvors annars með sannan jólaanda. Miðapantanir eru á jonheidar@gagolf.is 

Þá eru árgjöldin fyrir 2020 komin í heimabanka kylfinga en greiðslunni er líkt og fyrr skipt í þrennt. Gjalddagar eru 9. desember, 9. janúar og 9. febrúar, eindagar 19.desember, 19. janúar og 19. febrúar. Við bendum á að þeir kylfingar sem greiða árgjaldið að fullu fyrir 15. mars fá paráfyllingu á Klöppum. 

Þá minnum við á að opnunartími Golfhallarinnar er 9-22 virka daga og 10-17 um helgar. Allir GA félagar geta komið og púttað og slegið í net sér að kostnaðarlausu, einnig erum við með enska boltann í sjónvarpinu ásamt Golfstöðinni og því tilvalið fyrir GA félaga að líta við og njóta samveru hvors annars. Við erum með tvo Trackman 4 golfherma sem kylfingar geta síðan keypt sér aðgang að, allar nýjustu uppfærslurnar eru í hermunum og til að mynda hægt að spila Korpuna! 

Góða helgi og sjáumst öll hress í Golfhöllinni.