Jólahlaðborð GA 14. desember

Þann 14. desember verður öllu til tjaldað að Jaðri þegar jólahlaðborð Golfklúbbs Akureyrar verður haldið með pomp og prakt. 

Aðeins 6.900 krónur kostar fyrir GA félaga og 7.900 krónur fyrir aðra. Nú er um að gera að taka frá kvöldið og njóta jólamatsins með kylfingum og vinum á frábæru verði. Við hlökkum mikið til og vonumst til að sjá sem flesta GA félaga borða góðan mat og njóta samveru hvors annars í miðju amstri jólaundirbúningsins. 

Miðapantanir á jonheidar@gagolf.is