Vetrarmótaröðin heldur áfram

Riðlarnir hafa farið vel af stað og hefur fjöldinn allur af leikjum verið spilaður í Trackman hermunum okkar tveimur í Vetrarmótaröð GA.

Við viljum biðja kylfinga um að halda áfram með þessu móti og reyna að klára leikina sína í riðlinum fyrir 28. janúar líkt og lagt var upp með. Stefnan er að öllum leikjum í riðlinum eigi að vera lokið þá og síðan mun mótið klárast 18. febrúar. 

Höldum áfram að gera vel. Við minnum síðan á GA könnurnar sem eru í sölu, frábær vara á góðu verði fyrir alla kylfinga https://www.gagolf.is/is/um-ga/frettir/ga-konnur-til-solu