Síðasti séns að panta könnu 21. janúar

Lokafrestur til að panta þessar stórglæsilegu GA könnur er mánudagurinn 21. janúar - hvetjum GA kylfinga til að nýta sér þetta flotta tilboð! 

Nú höfum við hjá GA ákveðið að hrinda í sölu glæsilegum GA merktum könnum sem er eitthvað sem allir GA félagar þurfa að eignast. Fullyrt hefur verið að kaffið, te-ið og meira að segja vatnið smakkist betur úr þessum glæsilegu könnum. 

Stykkið kostar 2000kr og eru þær merktar með GA-merki og nafni. Nafnið er með bláum stöfum ekki svörtum eins og á myndinni. 


Greiða þarf um leið og pantað er og telst pöntun ekki gild fyrr en millifært hefur verið inn á reikning GA.

Bankaupplýsingar:
Kt:580169-7169
Rn: 162-26-125 

Pantanir fara fram á skrifstofa@gagolf.is og þarf að taka fram þar nafnið sem á að standa á könnunni.