Sveitakeppni kvenna 2011 – 2. deild

Okkar stelpur unnu í dag og keppa í 1. deild að ári.

Sveitakeppni  kvenna 2011 – 2.deild

Sveit GA í kvenna flokki keppir í 2.deild í ár, keppt er á Sauðárkróki. Sveitina skipa Sunna Sævarsdóttir, Halla Berglind Arnarsdóttir, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, Petrea Jónasdóttir og Stefanía Elsa Jónsdóttir. Liðsstjóri er Guðlaug Óskarsdóttir.

Sveitin lenti í riðli með GÓ og GVG. Á föstudaginn spilaði sveitin við GVG. Sá leikur vannst 3-0, Sunna og Stefanía Kristín unnu báðar 7/6 í tvímenning og Petrea og Halla Berglind unnu á 19. holu í æsispennandi fjórmenningsleik. Á laugardeginum var spilað við GÓ, sama uppstilling var í tvímenningsleikjunum og klikkaði sú uppstilling ekki frekar en fyrri daginn. Sunna vann 6/5 og Stefanía Kristín 8/6. Stefanía Elsa kom inn í fjórmenningsliðið fyrir Höllu Berglindi. Stefanía Elsa og Petrea slóu varla fail-högg og unnu sannfærandi 4/3. Tveir sigrar úr tveimur fyrsu leikjunum og 1 sætið í riðlinum klárt. Eftir þennan leik tók við undanúrslita leikur við GP um að spila um 1. sætið og spila um sæti í 1.deild að ári. Sunna og Stefanía unnu sína leiki 7/6 og 2/0. Halla Berglind og Petrea unnu svo 8/6. Nokkuð þægilegur sigur og sveitin spilar um 1.sætið í dag, sunnudag. Stúlkurnar eru að standa sig frábærlega og vonandi klára þær þetta með stæl.  

Í dag spiluðu okkar sveit við GVG og unnu þann leik, Sunna vann sinn leik 4/3 og Stefanía Kristín vann sinn leik 7/6, Halla Berglind og Petrea gerðu jafntefli.

Til hamingju stelpur.