Söguágrip

Þann 27. september 2015 var tekin fyrsta skóflustungan af æfingasvæðinu Klöppum. Það var hinn margfaldi Íslandsmeistari og heiðursfélagi GA Björgvin Þorsteinsson sem tók skóflustunguna að viðstöddum fjölmörgum GA félögum. 

Klappir voru opnaðar þann 10. júní 2016 og eru þar 28 almennir básar á tveimur hæðum ásamt fullkomnu Trackman kennslurými með tveimur básum. Í kjallaranum er geymsla fyrir golfbíla og skápar fyrir kylfinga. 

Starfsmenn GA ásamt sérvöldu liði iðnaðarmanna unnu þrekvirki við byggingu æfingasvæðisins og erum við þeim afar þakklát. Ekki má þá sleppa því að nefna þá fjölmörgu sjálfboðaliða sem hjálpuðu við uppbygginguna.

Klappir