Miðvikudagsmótaröðin hefst á morgun

Miðvikudagsmótaröð GA 2016 er í samstarfi við FootJoy og Hamborgarafabrikkuna!

Stefnt er að því að leikið verði inná allar sumarflatir!

Alls verða mótin 12 talsins í sumar, en 8 bestu hringirnir telja til stigameistara í hvejum flokki.

Keppt er í flokki karla, kvenna og unglinga, bæði í  punktakeppni með forgjöf sem og höggleik án forgjafar.

Nýjung í ár er að þú getur spilað á hvaða tíma sem er og með hverjum sem er!
Þú bókað þinn eigin rástíma á golf.is, greiðir mótsgjaldið, 1.000 kr., í golfverslun GA og færð afhent sérstakt skorkort sem svo skilað er í kassann að leik loknum.

Úrslit hvers móts liggja svo fyrir daginn eftir þegar öll skor eru komin inn.
Vegleg verðlaun eru fyrir stigameistara í hverjum flokki.  
Einnig eru verðlaun í hverjum flokki sem og nándarverðlaun á 18. holu í hverju móti.
Öll verðlaun skal nálgast í golfverslun GA.

Verum öll með og höfum gaman saman á golfvellinum í sumar!