Kvennagolf í dag 14. ágúst

Þann 14. ágúst verður síðasta mánudagsspil kvennagolfsins þetta sumarið. Mæting 16:30 og fyrsta holl ræst út klukkan 17:00. Vanar og óvanar spila saman. Kostnaður er sem fyrr 1000 krónur og gleðin höfð í fyrirrúmi. Ekki þarf að skrá sig en bara mæta. GA konur eru hvattar til að bjóða með sér öðrum konum sem vilja spila með okkur þetta kvöld, þó þær séu ekki í klúbbnum.