Golfmót Þórs 3. júní

Golfmót Þórs verður haldið á laugardaginn næsta og er til mikils að vinna á þessu stórgóða móti.

Allir leikmenn eru ræstir út klukkan 9:30 og er mæting 9:00. Skráning fer fram á golf.is, á skrifstofa@gagolf.is eða í síma 462-2974 og er hún einungis til að raða sig saman í holl.

Verðlaun fyrir fyrsta sætið er ferð til Evrópu fyrir tvo með Icelandair og hvetjum við kylfinga til að skrá sig.

 Veðurspáin fer batnandi með hverjum deginum!