Gamlársdagspúttmót á miðvikudaginn

Á gamlársdag fer fram púttmót til styrktar unglingastarfi GA.  Mótið stendur frá kl. 10:00 - 14:00 og keppt verður með texas scramble fyrirkomulagi og það verða spilaðar 36 holur.

Þátttökugjald í mótið er 1000 krónur.

Einnig verður keppt í næstur holu í Trackmaninum okkar, nánar tiltekið á 7. holu á Pebble beach.  Þar kosta þrjú högg 500 krónur.

Allur ágóði rennur óskiptur í unglingastarf GA.