Fréttir af framkvæmdum á Jaðarsvelli

Unnið hefur verið markvisst að þeim framkvæmdum sem kynntar voru á félagafundinum í febrúar.  Hér á eftir fylgir stutt samantekt af því helsta sem hefur verið í gangi á undanförnum vikum.

2. og 3. braut

Hafinn er undirbúningur fyrir að setja möl í lækinn sem liggur í gegnum á 2. og 3. braut.

4. braut

Búið er að grófmóta umhverfi flatar og grafa fyrir tjörn. Beðið er eftir að tækifæri gefist til að keyra sandi í flöt. Frekari mótun fer svo fram með vorinu. Eins og áður hefur komið fram er ætlunin að þökuleggja svæðið um mánaðarmót maí/júní.

12. braut

Lokið hefur við að grafa og móta botn fyrir nýjum og stærri gulum teig. Næst verður sandinum komið fyrir sem og dreni fyrir framan teiginn.

18. braut

Búið er að grafa fyrir breikkun á gula teignum og á þá eftir að koma sandinum fyrir. Breikkunin verður þökulögð en fyrirliggjandi teigur verður óhreyfður, þannig að þessi framkvæmd hefur ekkert rask í för með sér.

Stígar

Lokið hefur verið við nýjan stíg frá 18. teig framhjá 15. flöt og að 16. teig,   Stígur frá 5. teig og meðfram 5. braut, 6. teig og 6. braut er í vinnslu. Efni komið í stíginn en á eftir að slétta úr mölinni.

Loks hefur vallarnefnd farið nokkrum sinnum í trjáklippingar í vetur.

Áætlun yfir framkvæmdir áranna 2012 og 2013 eru aðgengileg hér á vefnum, holu fyrir holu.