Framkvæmdir hafnar við nýja flöt á 2. braut

Unnið að breytingum á umhverfi og mótun nýrrar flatar á 2. braut

Vallarstarfsmenn eru nú að móta nýja flöt á 2. braut, hafist var handa við þá framkvæmd nú um leið og framkvæmdum var lokið við nýjar brautir 5 og 6.

Flötin er á sama stað og sú gamla en mun stækka talsvert og mun koma glompa vestan og sunnan við hana, ennfremur verður sett glompa á brautina framan við flötina austanmegin. Spilað er inn á vetrarflöt á meðan á framkvæmdum stendur.

Mynd af fyrirkomulagi má sjá hér á forsíðunni að ofan.