Fjölmenni á opnunarhátíð

Í dag var opnunarhátíð í Golfhöllinni í tilefni þess að viðamiklum endurbótum er nú lokið.  Vel á annað hundrað manns lagði leið sína í höllina í dag til að skoða það sem í boði er.  Óhætt er að segja að gestir hafi verið hrifnir af því sem fyrir augu bar, enda um frábæra aðstöðu að ræða.

Meðfylgandi eru myndir frá deginum í dag, þar sem sjá má Protee golfherminn, Trackman greiningartækið ásamt e6 golfhermi og púttsvæðið.  Þar fyrir utan er aðstaða í boði til að æfa löngu höggin og vippin.

Við hvetjum félaga í GA og aðra gesti til að nýta sér þessa frábæru aðstöðu, sem er nú orðið eins og best verður á kosið. Nánar um golfherma, verðskrá o.fl. er að sjá hér.

Protee golfhermir
Protee Golfhermir af nýjustu gerð.

Trackman sveiflugreining
Trackman sveiflugreiningartæki ásamt e6 golfhermi mæltist vel fyrir.

Púttsvæði
Fjölmenni var á púttsvæðinu í allan dag