Bændaglíma GA - á laugardaginn næsta!

Þann 19. september er komið að bændaglímu GA en bændaglíman hefur fyrir löngu sannað sig sem eitt skemmtilegasta mótið sem GA félagar hafa tök á að spila í.

Mæting er í golfskálann á Jaðri kl. 10:30 á laugardagsmorgun og er ræst út kl. 11:00. Dregið er í lið og munu síðan tveir spila saman á móti öðrum tveimur, betri bolti með forgjöf og spiluð holukeppni. Forgjöf er hæst veitt 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Bændur munu raða í holl eftir forgjöf og því munu kylfingar með svipaða forgjöf etja kappi. Gjaldið er 2.000kr á einstakling og er innifalið í því súpa og með því hjá Vídalín að leik loknum. Skráning er á golfbox, jonheidar@gagolf.is eða í síma 462-2974.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla GA kylfinga til að taka þátt en mótið er gríðarlega skemmtilegt :)

Hér má sjá frétt um bændaglímuna í fyrra þar sem lið Heiðars Davíðs vann lið Stefaníu Kristínar en tæplega 90 GA kylfingar mættu í fyrra. 

Hér má sjá frétt um bændaglímuna í frá 2018 þar sem Ísland kjöldróg Spán en bændur þar voru Hjörtur Sig (Ísland) og Jónas José Mellado (Spánn)