Ísland sigraði Spán örugglega í Bændaglímunni

Fyrirliðarnir í leikslok, Tony Mellado og Hjörtur Sigurðsson
Fyrirliðarnir í leikslok, Tony Mellado og Hjörtur Sigurðsson

Það urðu svo sannarlega söguleg úrslit í Bændaglímunni á laugardaginn þegar lið Íslendinga fór með 6-1 sigur af hólmi undir handleiðslu fyrirliða síns, Hjartar Sigurðssonar. Tony Mellado, spænski fyrirliðinni reyndi eins og hann gat að rífa sína menn í gang og keyra liðið áfram en ekkert gekk og var fögnuður Íslendinga ósvikinn í leikslok.

Eftir mót voru liðin þó snögg að grafa stríðsöxina og snæddu súpu og brauð hjá Vídalín og fóru yfir hvað hefði gengið og hvað ekki.

Við hjá GA viljum þakka þeim keppendum sem tóku þátt kærlega fyrir skemmtunina og hlökkum til að færa mótið á hærra stall á næsta ári og gera enn betur.