Árgjöld fyrir 2015

Á aðalfundi Golfkúbbs Akureyrar sem fram fór í síðustu viku voru árgjöld næsta árs samþykkt.  Árgjöld  hækka á milli ára en árgjöld yngstu iðkendanna ýmist lækka eða standa í stað.  Nýja gjaldskrá árgjalda má sjá með því að smella hér.

Það er talsverð breyting á mili ára hjá 14 ára og yngri og aldursskipting breytist, hingað til hefur engin skipting verið hjá krökkum 14 ára og yngri og hafa allir greitt sama gjald. Breytingin sem samþykkt var á aðalfundi er eftirfarandi:

Árgjald 13 - 14 ára helst óbreytt og er 30.000 krónur.

11 - 12 ára greiða 25.000 krónur.

10 ára og yngri greiða 20.000 krónur

Einnig verður nú boðið upp á lengri greiðsludreifingu árgjalda ef greitt er með greiðslukorti.  Hægt er að skipta greiðslum í allt að níu skipti. Þeir sem hafa hug á því að nýta sér það þurfa að ganga frá því fyrir 15. desember.