Arctic Open sett í dag í 26. sinn

Í dag var 26. Arctic Open golfmótið sett

Keppendur eru um 140 frá 11 þjóðlöndum, Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Eistlandi, Danmörku, Sviss, Canada, Kóreu, Frakklandi, Póllandi og Íslandi.

Mótið var sett í blíðu veðri, sól og smá norðaátt, þannig að bjart er í norðrinu og eru allar líkur á því að það verði falleg miðnætursól í kvöld.

Allir keppendur fengu teiggjöf frá Sun Mountain og Flugfélagi Íslands.

Glæsileg verðlaun eru í mótinu fræa NTC, Hole in One, Golfbúðinni í Hafnarfirði, Vífilfelli og Rolf Johansen keppt er um Arctic Open meistarann 2012 sá sem hefur flesta punkta hlýtur þann titil, þá er líka keppt um besta skor í opnum flokki, besta skor kvenna og besta skor eldri kylfinga.