World Class Open - úrslit

World Class Open, hið árlega fyrsta texas scramble golfmót sumarsins, var haldið í blíðu við góðar undirtektir á laugardaginn síðasta. 

132 keppendur voru skráðir til leiks og var mikið um gott golf á vellinum. Allir kylfingar fengu teiggjafir frá World Class og má sjá verðlaunahafa hér að neðan.

1.sæti: Björn Torfi Tryggvason og Tryggvi Gunnarsson 59 högg
2. sæti: Ágúst Már Þorvaldsson og Þorsteinn Már Þorvaldsson 60 högg
3. sæti: Jón Steindór Árnason og Lilja Maren Jónsdóttir 62 högg (best seinni 9)
4.sæti: Skúli Eyjólfsson og Finnur Bessi Sigurðsson 62 högg
5. sæti: Egill Gauti Gunnarsson og Kristján Már Guðmundsson

Nándarverðlaun:
4. hola: Björn Torfi Tryggvason
8. hola: Guðjón Theodórsson
11. hola: Veigar Heiðarsson
14. hola: Ágúst Már Þorvaldsson
18. hola: Hörður M. Guðmundsson

Golfklúbbur Akureyrar óskar verðlaunahöfum til hamingju en þeir geta nálgast verðlaun sín í afgreiðslu GA fram til 25. júní. Þá viljum við þakka World Class kærlega fyrir samstarfið í mótinu, þetta mót hefur undanfarin ár markað visst upphaf af sterku mótahaldi GA og er áfram von á því.