World Class Open - úrslit

Fyrsta Texas Scramble mót sumarsins var haldið á laugardaginn og það var að venju samkvæmt World Class Open - 92 þátttakendur mættu til leiks og var spilað til glæsilegra verðlauna ásamt því að allir kylfingar fengu flotta teiggjöf frá World Class. Við kunnum World Class bestu þakkir fyrir að styrkja okkur í þessu skemmtilega móti.

Veðurfræðingarnir voru okkur ekki hliðhollir í aðdraganda móts en eins og við þekkjum vel þá segir spáin ekki alltaf rétt til um veðrið og var fínasta golfveður sem tók á móti kylfingum á mótsdegi.

Úrslit voru sem hér segir: 
1.sæti: Steinmar Heiðar Rögnvaldsson og Guðrún Sigurðardóttir 58 högg 
2.sæti: Sturla Höskuldsson og Víðir Steinar Tómasson 59 högg
3.sæti: Konráð Þór Sigurðsson og Sigríður Guðmundsdóttir 59 högg
4. sæti: Alexander Már Hallgrímsson og Halldór Orri Hjaltason 59 högg

Nándarverðlaun:
4. hola: Guðrún Karítas Garðarsdóttir 2,01 m
8. hola: Sindri Sindrason 3,2 m
11. hola: Gústaf Gústafsson 1,83 m
14. hola: Jón Thorarensen 2,16m
18. hola: Lárus Ingi Antonsson 91cm

Vinningshafar geta nálgast verðlaun sín á skrifstofu GA. Við hjá GA þökkum þátttakendum og World Class kærlega fyrir skemmtilegt mót.