World Class Open - Úrslit

Hið árlega texas-scramble mót, World Class Open fór fram á Jaðri í dag með miklum glæsibrag. Veðrið lék við keppendur á vellinum í dag. Það voru hvorki meira né minna en 148 manns / 74 lið sem tóku þátt og mátti sjá góða takta úti á velli. 

Það voru bræðurnir Hafþór og Arnþór Hermannssynir sem sigruðu höggleikinn en þeir spiluðu glæsilegt golf og enduðu á 63 höggum með forgjöf. Við óskum þeim og öllum öðrum verðlaunahöfum innilega til hamingju en hér að neðan má sjá alla verðlaunahafa:

Vinningshafar geta sótt verðlaunin sín á skrifstofu Golfklúbbs Akureyrar frá 6. júní til 20. júní.

Höggleikur með forgjöf:

1. Sæti - 63 högg (betra skor á seinni 9) – Hafþór Hermannsson og Arnþór Hermannsson

2. Sæti - 63 högg (verra skor á seinni 9) – Davíð Stefán Guðmundsson og Bjarki Elías Kristjánsson

3. Sæti - 64 högg (betra skor á seinni 9) – Axel Andri Antonsson og Haukur Armin Úlfarsson

4. Sæti - 64 högg (verri skor á seinni 9) – Konráð Vestmann Þorsteinsson og Anton Ingi Þorsteinsson

5. Sæti - 65 högg – Garðar Þormar Pálsson og Jason James Wright

 

Nándarverðlaun:

4. Hola – Jóhann Björnsson  I  1,57 m

8. Hola – Elvar Örn Hermannsson  I  8,10 m

11. Hola -  Kjartan Fossberg Sigurðsson  I  4,00 m

14. Hola – Sigurður Guðjónsson  I  2,99 m

18. Hola – Baldvin Orri Smárason  I  1,46 m

Takk kærlega allir fyrir þátttökuna í þessu frábæra móti!