World Class Open 8. júní

World Class Open verður haldið á Jaðarsvelli laugardaginn 8. júní en mótið hefur undanfarin ár markað nokkurs konar upphaf á mótahaldi okkar hjá GA.

Mótið hefur verið gríðarlega vinsælt undanfarin ár og er engu til sparað í verðlaunum en veitt eru verðlaun fyrir fimm efstu sætin ásamt nándarverðlaunum á öllum par 3 holum vallarins. Mótið er fyrsta texas scramble mót sumarsins og hvetjum við fólk til að skrá sig til leiks.

Skráning fer fram hér: https://tourentry.golfbox.dk/?cid=4557151

Kylfingar skrá sig í mótið sem lið og geta skráð sig á rástíma í leiðinni, rástímar eru frá 8:00-13:30 - ef þið lendið í vandræðum með skráningu er hægt að hafa samband við skrifstofu GA í síma 462-2974 eða á skrifstofa@gagolf.is