World Class Open

World Class Open verður haldið hjá okkur þann 13. júní og verður spilað texas scramble keppni. Hámarksforgjöf karla er 24 og 28 hjá konum.

Skráning í mótið mun að þessu sinni fara fram í gegnum google docs og það er hægt að nálgast skráninguna með því að smella hér

Við skráningu er mikilvægt að kylfingar gefi upp golfbox númerið sitt. Má nálgast það á mínum síðum á golfboxi viðkomandi kylfings.
Einnig er hægt að hringja í golfskálann í síma 462-2974 og skrá sig í mótið. 

Konur leika af rauðum teigum sem og karlar 70 ára og eldri og drengir 14 ára og yngri. Karlar 15-69 ára leika af gulum teigum.

Verðlaun eru hin glæsilegustu og koma frá World Class. Mótið hefur á undanförnum árum markað visst upphaf í mótahaldi GA og hefur skráning verið með besta móti. Við hvetjum kylfinga til að skrá sig í mótið sem fyrst, 5.000kr kostar í mótið.